Fæðubótarefni

Pharmarctica hóf árið 2009 að þróa tvær vítamínlínur.  Var þetta frumraun okkar í framleiðslu fæðubótarefna með beinslætti (e. direct compression) en fram að því höfðum við eingöngu framleitt fæðubótarefni í mixtúruformi.  Að lokinni margra mánaða þróunarvinnu hófst framleiðsla árið 2010 á línunum Hollusta heimilisins (áður Biomega) og Ein á dag sem eru vinsælar línur sem flestir landsmenn þekkja. Áður en fyrirtækið réðst í þessar framkvæmdir voru flestöll vítamín sem sem seld voru á Íslandi, framleidd erlendis og flutt hingað til landsins tilbúin til sölu eða til pökkunar hérlendis. Í dag er staðan sú að Pharmarctica er eina fyrirtækið á landinu sem að framleiðir vítamín frá grunni með beinslætti og erum við virkilega stolt af því að geta boðið landsmönnum upp á alíslensk vítamín.

Árið 2015 urðu svo aftur tímamót hjá fyrirtækinu þegar það tók í notkun húðunarketil. Í dag er stór hluti af vítamínum sem fyrirtækið framleiðir húðuð. Tilgangur húðunar er að verja töflurnar gegn hnjaski, auðvelda inntöku og minnka ryk og lit. 

Árið 2018 tókum við í gangið semi-automatic hylkjunarvél, nokkrum árum síðar fjárfestum við í automatic hylkjunarvél og getum í dag því boðið upp á mjög samkeppnishæf verð á hylkjuðum fæðubótarefnum. 

Parmarctica býður viðskiptavinum sínum upp á faglega þjónustu við formúlugerð, þróun, uppsetningu á gæðaskjölum, framleiðslu og pökkun á fæðubótarefnum í vel útbúnu vinnslurými. Öll okkar fæðubótarefni eru framleidd og pökkuð undir gæðakröfum GMP (e. Good manufacturing practice).  

Margir kostir fylgja því að láta framleiða vítamínin hér á landi en má þar nefna að slíkt er auðvitað atvinnuskapandi og vörurnar sem boðið er upp á eru nýjar. Þannig njóta bragðefni í t.d. tuggutöflum sín mun betur sem kemur fram í ferskari og bragðmeiri töflum.

 

Árið 2024 er í vinnslu að breyta öllu þurrblöndunarsvæði fyrirtækisins svo það er allt að gerast.