Danskir brjóstdropar

Með lakkrísbragði!
Án allra ilm-, litar- og rotvarnarefna!

Danskir brjóstdropar eru sterkir brjóstdropar sem róa og mýkja hálsinn. Stillir þráláta ertingu í hálsinum. Mixtúran er eingöngu ætluð fullorðnum, fyrir börnin bjóðum við upp á Lakkrísdropa.  Dönsku brjóstdroparnir eru eterlausir.

Danskir brjóstdropar duga við fleiru en að róa ertingu í hálsi því að í sauðburði nota margir bændur þessa mixtúru með góðum árangri á líflítil lömb.

Notkunarleiðbeiningar:
Til inntöku: Hristist vel fyrir notkun. Skammtastærðir fyrir fullorðna eru 5-10 (1-2 tsk) í senn mest 4 sinnum á dag.

Varúð!
Mixtúran er ekki ætluð börnum.
Mixtúruna skal ekki taka inn á meðgöngu.
Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Neysla vörunnar og akstur fara ekki saman.

Geymsla: Geymist við stofuhita eða í kæli.

Innihald (INCI): Aqua, diluendum glycyrrhiaze (416 mg/ml), alcohol (118 mg/ml), ammonium hydroxide 25% (15,4 mg/ml), illicium verum oil (1,77 mg/ml) og foeniculum vulgare oil (0,31 mg/ml)
Innihald: Vatn, lakkrís (vatn, ammoníak, glýserín, spíri og lakkrísduft), spíri, ammoníum hydroxíð, anís og fenníka.

Umbúðastærðir: 100 ml flaska
Vörunúmer (100 ml): 12000149

Tengdar vörur: Lakkrísdropar