TNG-smyrsli

TNG-smyrsli inniheldur blöndu fjögurra virkra efna, tríamcínólóns, nýstatíns, neómýcíns og gramicidíns. Tríamcínólón er svokallaður barksteri með bólgueyðandi, kláðastillandi og æðaþrengjandi verkun. Hann varnar myndun á efnum sem framkalla bólgur og virkja ónæmiskerfið og hann hefur sömu áhrif og svokallaðir sykursterar sem myndast í nýrnaberki. Sterar sem eru notaðir í húðlyf skiptast gróflega í 4 flokka eftir styrkleika. Tríamcínólón tilheyrir flokki 2, næstmildasta flokknum. Verkunartími þess er tiltölulega langur miðað við önnur skyld lyf. Nýstatín er sveppalyf og vinnur á móti mörgum tegundum sveppa og gersveppa. Neómýcín og gramicidín eru sýklalyf, virk gegn mörgum tegundum baktería. 

TNG-smyrsli er meðal annars notað við exemi sem er sýkt af bakteríum eða sveppum.

Varúð!
Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Geymsla: Geymist við stofuhita

Innihald (INCI):
Virk innihaldsefni: 1g inniheldur: Nystatin 100000 units, neomycin 2,5 mg (sulphate), gramicidin 0,25 mg og triamcinolone acetonide 1,0 mg.
Önnur innihaldsefni: Olive oil virgin og beewax ad 1g.

Umbúðastærð: 15 ml krukka.
Vörunúmer (15 ml): 12000141