Án allra ilm-, litar- og rotvarnarefna!
Bliss er sýkladrepandi, græðandi og kælandi lausn til að þurrka upp vessablöðrur á vörum. Bliss er sérstaklega ætlað til að flýta fyrir gróanda. Í Bliss er kamfóra sem er græðandi, týmól sem er bakteríudrepandi og mentól sem kælir. Nafnið á Bliss er dregið af enska orðinu bliss eða sæla þar sem að lausin veitir kælingu og aukinn gróanda.
Notkunarleiðbeiningar:
Berið Bliss á svæðið með eyrnapinna um leið og þið finnið fyrir því að vessafylltar blöðrur séu að myndast. Nota skal Bliss mjög oft og jafnvel halda eyrnapinnanum með lausninni í nokkra stund að blöðrunum.
Geymsla: Geymist við stofuhita.
Innihald (INCI): Isopropyl alcohol (88,8%), camphor, menthol og thymol
Innihald: Ísóprópanól, kamfóra, mentól og tímól.
Umbúðastærðir: 10 ml flaska með dropastút.
Vörunúmer: 12000075
