Með piparmyntubragði!
Án allra ilm- og litarefna!
Flúorlausn 0,5 mg/ml er munnskolslausn til varnar tannskemmdum og til að meðhöndla tannskemmdir á byrjunarstigi. Verkun lausnarinnar er talin felast í því að hún styrki glerung tannanna. Lausnin er einnig notuð til meðferðar á tannkuli.
Flúorlausnin er ekki ætluð börnum yngri en 6 ára vegna hættu á því að þau kyngi henni.
Leitið ráðgjafar fagaðila svo sem tannlæknis eða lyfjafræðings áður en varan er tekin í notkun.
Notkunarleiðbeiningar:
Dagleg notkun: Eftir síðustu burstun dagins eru ca. 10 ml af lausninni notaðir til að skola munninn vandlega í 2-3 mínútur. Lausninni skal síðan spýtt út úr sér.
Tímabundin notkun við tannkuli: Skolið tennurnar vandlega með ca. 2,5 ml af lausninni eftir hverja máltíð.
Varúð!
Ekki ætlað börnum yngri en 6 ára.
Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Of stór skammtur getur valdið ljósum eða dökkum blettum á glerungi tanna.
Mjög stórir skammtar geta valdið eitrunareinkennum eins og ógleði, uppköstum, magaverkjum og krömpum.
Ef grunur er um ofskömmtun skal drekka mjólk og hafa samband við lækni.
Ekki skal nota flúorlausn á fyrstu þremur mánuðum meðgöngu.
Geymsla: Geymist við stofuhita.
Innihald (INCI): Aqua, sorbitol, glycerin, peppermint flavour, methylparaben, sodium fluoride (0,5 mg/ml)
Innihald: Vatn, sorbitól, glýserín, piparmyntubragðefni, rotvörn og natríum flúoríð.
Umbúðastærð: 300 ml flaska
Vörunúmer (300 ml): 12000109