Án allra ilm-, litar- og rotvarnarefna!
Sorbitól mýkir upp harðar hægðir og heldur þeim mjúkum. Mixtúran er notuð við þrálátum hörðum hægðum hjá börnum og fullorðnum. Sorbitól má taka inn í langan tíma. Leita skal ráðgjafar fagaðila svo sem læknis eða lyfjafræðings áður en varan er tekin í notkun.
Notkunarleiðbeiningar:
Ráðlagður dagsskammtur fyrir fullorðna er 10-15 ml (1 msk) og fyrir börn 5 ml (1 tsk). Skammtastærðir geta verið breytilegar eftir ráðleggingum læknis og ávallt skal fylgja þeim leiðbeiningum.
Varúð!
Of stór skammtur getur valdið niðurgangi.
Geymsla: Geymist við stofuhita eða í kæli.
Innihald (INCI): Sorbitol
Innihald: Sorbitól
Umbúðastærðir: 100 ml, 500 ml og 1000 ml flaska.
Vörunúmer (100 ml): 12000009
Vörunúmer (500 ml): 953217
Vörunúmer (1000 ml): 12000196
