03.11.2009
Þórunn
Þá er komið að því að Barnalínan okkar er komin á markaðinn en jafnframt er um að ræða sjöttu línuna okkar.
Barnalínan fékk gulan lit sér til aðgreiningar. Línan sem samanstendur í dag af fjórum vörutegundum en sú fimmta mun
bætast í hópinn von bráðar. Hér má sjá aðeins um hverja vöru:
Barnakrem: er feitt krem fyrir þurra og viðkvæma barnshúð sem má bera á allan líkamann. Inniheldur 3% karbamíð.
Fæst í 100 ml túpum. Vnr 12000082.
Barnaolía: er mýkjandi og húðnærandi olía með mildum rósailm. Olían er góð til að bera á eftir sund
og bað en einnig er hægt að nota hana sem nuddolíu. Fæst í 300 ml flöskum. Vnr 12000104.
Barnapúður: er hreint talcum-púður sem að þurrkar upp rök húðsvæði t.d. á bleyjusvæðinu, í
húðfellingum eða á milli táa. Fæst í 100 ml flöskum. Vnr 12000103.
Bossakrem: er mjúkt 18% zink-krem sem varnar þvagbruna. Kremið á að bera á í þunnu lagi á hreina og þurra
húð við bleyjuskipti eða þangað til húðin verður heil á ný. Fæst í 50 ml túpum. Vnr. 12000119.