Capretto ehf.

Pharmarctica  ehf. stofnaði á haustdögum 2015 fyrirtækið Capretto ehf. með Háskóla Íslands, Sveinbirni Gizurarsyni, Halldóri Þormari, Þórdísi Kristmundsdóttur, Bo-Ragnar Tolf og Ola Camber. Um er að ræða sterkan hóp fyrirtækja einstaklinga og stofnana.

Fyrirtækið var stofnað í kringum þróun á meðferð við sjúkdómum á húð, í eyrum og munnholi.

Meðferðirnar innihalda örverudrepandi lípíð sem virkt efni og er aðgreint frá sýklalyfjum, veirulyfjum og sveppalyfjum sem eru nú á markaðnum, þar sem eitrunaráhrif eru mjög lítil. Lípíðið er gefið á verkunarstað og litlar líkur eru á að örverur myndi þol gagnvart lípíðinu.

Það er ljóst að verkefnið er mjög krefjandi og um leið áhugavert.

Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði

www.capretto.is