Pharmarctica hefur aftur hlotið titilinn Framúrskarandi fyrirtæki. Ár hvert vinnur Creditinfo greiningu á rekstri íslenskra fyrirtækja og veitir Framúrskarandi fyrirtækjum viðurkenningu fyrir árangurinn. Er þetta annað árið í röð sem Pharmarctica situr á þessum lista.
Það sem Creditinfo hefur til hliðsjónar við mat sitt er eftirfarandi:
- Fyrirtækið er í lánshæfisflokki 1-3
- Ársreikningi skilað lögum samkvæmt eigi síðar en átta mánuðum eftir uppgjörsdag
- Fyrirtækið er virkt samkvæmt skilgreiningu Creditinfo
- Framkvæmdarstjóri skráður í fyrirtækjaskrá RSK
- Rekstrartekjur að lágmarki 50 milljónir króna síðustu þrjú ár
- Rekstrarhagnaður (EBIT > 0) síðustu þrjú ár
- Jákvæð ársniðurstaða síðustu þrjú ár
- Eiginfjárhlutfall a.m.k. 20% síðustu þrjú ár
- Eignir að minnsta kosti 100 milljónir króna síðustu þrjú ár