Pharmarctica hefur lagt allt kapp á að framleiða Handspritt 70% eins og kostur er. Sala síðasta mánuð á Pharmarctica Handspritti hefur margfaldast og það má segja að við höfum selt tveggja ára birgðir á einum mánuði. Við höfum brugðist við eins og við best getum með því að framleiða jafnóðum og okkur berast hráefni og umbúðir segir Sigurbjörn Jakobsson framkvæmdarstjóri Pharmarctica.
Rétt er að taka fram að styrkleiki Handspritts er 70%, sem og styrkleiki Sótthreinsunarspritts og Klórhexidínspritts sem framleidd eru í Pharmarctica. Það er því hægt að nota allar þessar lausnir til sótthreinsunar en handsprittið ver best gegn handþurrki því það inniheldur glýserín.
Handspritt 70% er á leiðinni til Parlogis þar sem það fæst afgreitt þaðan út fyrir helgi.