Sigurbjörn Þór Jakobsson, framkvæmdastjóri Pharmarctica ásamt Precious Ngwalero Katundu framkvæmdastjóra Rephaiah, arkitektinum Heather Musasa Mbiri og fjármálastjóranum Joshua Nthakomwa
Precious Ngwalero Katundu framkvæmdastjóri Rephaiah í Malawi, ásamt arkitektinum Heather Musasa Mbiri og fjármálastjóranum Joshua Nthakomwa, komu til Íslands til að skoða Pharmarctica, en í Malawi er verið að byggja upp lyfjaframleiðslufyrirtækið Rephaiah sem mun einbeita sér að framleiðslu lyfja fyrir börn yngri en 5 ára. Ekkert lyfjafyrirtæki í Malawi uppfyllir gæðastaðla, og mun Rephaiah því vera fyrsta fyrirtækið sem mun fylgja þeim kröfum sem gerðar verða til lyfjaframleiðslu í landinu.