Iceland Cosmetics frá DeisyMakeup

Í dag kom í sölu glæný snyrtivörulína, Iceland Cosmetics frá DeisyMakeup og viljum við óska Ásdísi hjá DeisyMakeup til hamingju með nýju línuna sína.

Fyrstu vörurnar í línunni eru Makeup Settingsprey með kókosilm, Makeup Settingsprey - oil control og Burstahreinsir m. kókosilm. Fallegar íslenskar vörur sem eru tilvaldar í jólapakkann þetta árið.

Kíkið á vörurnar á heimasíðu DeisyMakeup (https://deisymakeup.is/icelandcosmetics/) eða komið við í versluninni í Borgartúni 29.