Jojobavarasalvi

Nú er komin í sölu frá okkur ný vara í bláu línunni, Jojobavarasalvi í 15 ml krukkum. Jojobavarasalvinn er sérstaklega hannaður með það í huga að varirnar fái sem allra besta meðferð með tilliti til næringar og hreinsunar þannig að þær verði mýkri og frísklegri. Salvinn samanstendur meðal annars af næringarríkum olíum sem eru stútfullar af vitamínum. Tea tree olíu sem hefur sótthreinsandi eiginleika. Jojobaperlur hreinsa varlega í burtu dauðar húðfrumur og skilja varirnar eftir mýkri sem aldrei fyrr. Mjög milt kirsuberjabragð er af varasalvanum. Jojobavarasalvinn fæst nú í helstu apótekum landsins.