03.03.2010
Þórunn
Nú er komið á markað frá okkur ný vara í barnalínunni okkar, Mömmukrem í 50 ml túpum.
Mömmukremið er sérstaklega ætlað fyrir konur með barn á brjósti til að bera á geirvörturnar. Kremið er mjög mjúkt og
hæfilega þykkt til að auðvelt sé að bera það á í þunnu lagi eins oft og nauðsynlegt er. Innihaldsefni í kreminu eru ullarfeiti,
ólífuolía og lífræn kókosfeiti ekki er því nauðsynlegt að þrífa kremið af áður en barnið er
lagt á brjóst.
Kremið hentar einnig til notkunar á þurra húð annars staðar á líkamanum eða sem fyrirbyggjandi meðferð við þurrk á
geirvörtum á meðgöngu.
Kremið fæst í helstu apótekum um allt land