Nú á dögunum luku verktakar við að steypa plötu í nýja viðbyggingu félagsins og hafist verður handa við að reisa grindina næstu daga.
Viðbyggingin er um 1500 fermetrar sem koma til með að samanstanda af framleiðsluaðstöðu, lager, rannsóknarstofu og skrifstofum og verður kærkomin viðbót við þá 560 fm sem nú þegar eru í notkun.
Allur framleiðslubúnaður sem verður til staðar í húsnæðinu verður afar vandaður og kemur frá Þýskalandi. Búnaðurinn uppfyllir kröfur sem gerðar eru til lyfjaframleiðslu og framleiðslu á lækningatækjum.
Áherslan verður fyrst og fremst að efla alla þá starfsemi sem fyrir er í félaginu og að geta fylgt íslenskum vörumerkjum á erlenda markaði ásamt því að taka inn stærri viðskiptavini.
Pharmarctica er nú þegar með GMP vottun frá Lyfjastofnun Íslands ásamt vottun frá Ecocert – Organic og Ecocert – Cosmos natural. Að framkvæmdum loknum er fyrirhugað að sækja um ISO 13485 vottun.