Ný forskrift af Golytely

Komin er á markað ný forskrift af Golytely sem inniheldur meiri styrk innihaldsefna til að auka virkni lyfsins. Eldri forskrift var kölluð inn til þess að koma í veg fyrir að tvær forskriftir með mismunandi styrkleika væru í umferð í einu. Jafnframt hefur verið ákveðið að bjóða ekki lengur upp á vöruna í 1 lítra umbúðum til að koma í veg fyrir mistök við blöndun. Núna fæst Golytely einungis í 3,8 lítra brúsum og í hvern brúsa þarf að bæta 2 lítrum af vatni. Fyrst um sinn verða allar umbúðir með nýju forskriftinni merktar með hvítum límmiða sem á stendur: Athugið. Ný forskrift. Blandist með 2 lítrum af vatni. Hægt er að hafa samband við Pharmarctica í síma 461-3550 til að koma með fyrirspurnir eða ábendingar. Pharmarctica biður viðskiptavini sína afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.