Nú er í gangi Nýsköpunarvika, 26. maí - 2. júní, en það er hátíð sem haldin er á Íslandi ár hvert. Markmiðið er að auka aðgengi og sýnileika nýsköpunar á Íslandi og gefa fyrirtækjum og sprotum tækifæri á að kynna eigin nýsköpun. Samstarfsaðili okkar Zeto ehf er þar með til kynningar byltingarkennda nýja vöru fyrir íslenskan markað. Um er að ræða púðursjampó sem er einstakt hér á landi. Sjampóið er einsog nafnið gefur til kynna púðurblanda sem er án vatns sem er blandað til notkunar um leið og verið er að þvo sér í sturtu eða baði. Sjampóið inniheldur m.a. íslenskan þörungaextrakt og rambutan extrakt sem á að hafa mjög góð áhrif á hár og hársvörð. Við mælum með að sem flestir geri sér leið í Rammagerðina og kynni sér þessa glæsilegu nýju vöru.