SEM mixtúra – tímabundin undanþága veitt
Í desember 2017 var samþykkt ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Reglugerð þessi tók gildi 1. júlí sl. Í þessari reglugerð var bætt inn auka lið undir 11. grein sem fjallar um forskriftarlyf. Þessi auka liður var ekki í eldri reglugerðum en í honum segir að óheimilt sé að ávísa forskriftarlyfi ef um er að ræða ávana- og fíknilyf. Undir þennan lið fellur lyfið SEM mixtúra.
Samkvæmt heimasíðu Lyfjastofnunar hafa komið í ljós vandkvæði sem tengjast forskriftarlyfinu SEM mixtúru, þar sem komu í ljós tilfelli þar sem SEM mixtúra er eina fáanlega lyfið sem gagnast við meðferð tiltekinna sjúklinga.
Lyfjastofnun hefur því ákveðið að veita undanþágu frá banninu um sinn.
Núna er því hægt að sækja um ávísun SEM mixtúru með undanþágulyfseðli (rafrænt).
Lyfið má ekki ávísa börnum yngri en 12 ára.
Hægt er að lesa alla fréttina á heimasíðu Lyfjastofnunar: https://www.lyfjastofnun.is/utgefid-efni/frettir/sem-mixtura-timabundin-undanthaga-veitt