30.05.2014
Þórunn
Föstudaginn 23. júní var opið hús hjá Pharmarctica. Mættu þar um 90 manns til að skoða húsnæðið, gæða
sér á veitingum frá Jónsabúð og eiga með okkur góða stund. Farið var með hópa inn í framleiðsluna undir
leiðsögn og starfsemin kynnt. Boðið var upp á að smakka örlitlar c-vítamíntöflur og fylgjast með töfluslætti. Hægt var að
fylgjast með áfyllingu og fengu gestir gefins Andlitskrem úr Apótek línunni beint úr áfyllingunni.
Sóley Elíasdóttir var á svæðinu með prufur af nokkrum af sínum bestu vörum frá Sóley organics.
Við þökkum öllum þeim sem gerðu sér ferð til okkar þennan dag til að skoða fyrirtækið og vonum að þið hafið
notið stundarinnar.