Fréttir

Bórsýruslím

      Bórsýruslím fæst núna afgreitt úr apótekum án lyfseðils. Skv. reglugerð nr. 577/2013 viðauki 4 um snyrtivörur, er heimilt að nota bórsýru í snyrtivörur. Bórsýruslímið inniheldur 2% bórsýru sem hefur sótthreinsandi eiginleika. Varan fæst hjá Parlogis undir vörunúmerinu 12000081.         
Lesa meira

Menntun starfsmanna

Í byrjun nóvember sóttu tveir starfsmenn frá okkur námskeið í töfluhúðun við Colorcon í Bretlandi. Þessi aukna þekking mun koma til með að nýtast fyrirtækinu vel í áframhaldandi þróun og framleiðslu á vítamínum. 
Lesa meira

Án parabena

Nú eru flestar vörur Pharmarctica bæði í Apótek og A+ heilsuvöru línunni parabenfríar. Við hvetjum fólk til að kynna sér vörurnar hérna á heimasíðunni okkar. 
Lesa meira

Dicycloverine hydrochloride

Mixtúran Dicycloverine hydrochloride 10 mg/5ml er nú komin í framleiðslu hjá Pharmarctica. 
Lesa meira

Sænes festir kaup á stálgrindarhúsi

Í dag undirritaði Sænes samning um kaup á stálgrindarhúsi sem reisa á sem viðbyggingu við húsnæði Pharmarctica að Lundsbraut 2. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist um leið og frost fer úr jörðu í vor.  Jóhann Ingólfsson framkvæmdarstjóri Sæness og Haraldur Árnason byggingartæknifræðingur við undirritun
Lesa meira

Norskir brjóstdropar

Nú eru Norskir brjóstdropar aftur fáanlegir á Íslandi. Norsku brjóstdroparnir eru velþekktir frá gamalli tíð en þeir þykja einstaklega kröftugir gegn særindum í hálsi. Brjóstdroparnir róa hálsinn, draga úr slími og losa um í ennis- og kinnholum. Norskir brjóstdropar eru alls ekki ætlaðir börnum. Fylgja skal inntökuleiðbeiningum sem gefnar eru upp á umbúðum og alls ekki er ætlast til að drukkið sé beint úr flöskunni þar sem mixtúran er mjög sterk.    
Lesa meira

Rakavaselín

Framleiðslu á Rakavaselíni, vn: 12000072 hefur nú verið hætt.
Lesa meira

Exploration krem

Framleiðslu á Exploration sleipigeli hefur nú verið hætt. Önnur vara er komin í staðinn; Sleipigel í 100 ml túpum en það er undir vörunúmerinu 12000118.
Lesa meira

TNG-smyrsli

TNG-smyrsli fæst undir vörunúmerinu 12000141 hjá Parlogis
Lesa meira

Vefverslun femin.is

Í vefverslun femin.is er hægt að nálgast nokkrar af okkar vinsælustu vörum.  
Lesa meira