Fréttir

Hydrófíl rakakrem 200 ml

Nú er komin í sölu hjá Parlogis ný umbúðastærð af Hydrófíl rakakremi. Kremið fæst nú í 200 ml túpum sem henta einstaklega vel fyrir þá sem nota kremið í miklu magni.
Lesa meira

Bleika línan

Nú er komin á markað frá okkur glæný lína af andlitsvörum til daglegrar notkunar. Þessi vörulína hefur fengið auðkennislitinn bleikan. Í línunni eru þrjár vörutegundir og er sú fjórða væntanleg. Serum er þunnt, flauelsmjúkt krem sem inniheldur mikið af vítamínum og annarri næringu fyrir húðina. Kremið inniheldur engin ilm- eða litarefni en af því er daufur rósakeimur vegna rósaolíu sem notuð er í kremið. Serum hentar til daglegrar notkunar eitt og sér, undir farða eða undir dag- eða næturkrem. Bera skal lítið magn af kreminu á sig í einu eins oft og óskað er. Andlitskrem með UV-vörn er krem sem hentar bæði sem dag- og næturkrem. Lítið magn þarf af kreminu og það gengur hratt og vel inn í húðina þannig að auðvelt er að bera á sig farða eftir notkun á því. Kremið er stútfullt af A, D og E vítamínum ásamt því að veita húðinni þann raka og aðra næringu sem hún hefur þörf á. Kremið inniheldur engin ilm- eða litarefni. Fyrir þá sem kjósa að nota kremið sem dagkrem er hægt að gleðja með því að í kreminu er efni sem veitir væga vörn gegn bæði UVA og UVB geislun. Kremið hentar þó alls ekki eitt og sér sem sólvörn. Andlitsvatn pH 5,5 er frískandi andlitsvatn með mildum rósailm sem hentar sýrustigi húðarinnar fullkomlega. Andlitsvatnið inniheldur meðal annars kamfóru sem róar húðina og tea tree olíu sem gefur milda sótthreinsandi eiginleika sem nýtast vel fyrir ákveðin húðvandamál. Best er að setja andlitsvatnið í bómull og strjúka létt yfir andlitið þegar hreinsa á húðina. Einnig er hægt að nota andlitsvatnið oftar á dag til þess að fríska sig upp. Allar þessar vörur fást nú í helstu apótekum um allt land.     
Lesa meira

Jojobavarasalvi

Nú er komin í sölu frá okkur ný vara í bláu línunni, Jojobavarasalvi í 15 ml krukkum. Jojobavarasalvinn er sérstaklega hannaður með það í huga að varirnar fái sem allra besta meðferð með tilliti til næringar og hreinsunar þannig að þær verði mýkri og frísklegri. Salvinn samanstendur meðal annars af næringarríkum olíum sem eru stútfullar af vitamínum. Tea tree olíu sem hefur sótthreinsandi eiginleika. Jojobaperlur hreinsa varlega í burtu dauðar húðfrumur og skilja varirnar eftir mýkri sem aldrei fyrr. Mjög milt kirsuberjabragð er af varasalvanum. Jojobavarasalvinn fæst nú í helstu apótekum landsins. 
Lesa meira

Mömmukrem

Nú er komið á markað frá okkur ný vara í barnalínunni okkar, Mömmukrem í 50 ml túpum. Mömmukremið er sérstaklega ætlað fyrir konur með barn á brjósti til að bera á geirvörturnar. Kremið er mjög mjúkt og hæfilega þykkt til að auðvelt sé að bera það á í þunnu lagi eins oft og nauðsynlegt er. Innihaldsefni í kreminu eru ullarfeiti, ólífuolía og lífræn kókosfeiti ekki er því nauðsynlegt að þrífa kremið af áður en barnið er lagt á brjóst. Kremið hentar einnig til notkunar á þurra húð annars staðar á líkamanum eða sem fyrirbyggjandi meðferð við þurrk á geirvörtum á meðgöngu. Kremið fæst í helstu apótekum um allt land   
Lesa meira

Bio Ice krem

Nú eru Bio Ice kremin komin í dreifingu hjá Parlogis. Um er að ræða tvær gerðir af náttúrulegum kremum sem samanstanda meðal annars af lífrænum íslenskum jurtum og hreinum næringarríkum olíum. Bio Ice krem fyrir þurra húð (100 ml túpa): er raka- og næringarkrem með græðandi eiginleikum. Kremið þykir virka vel á t.d. exem, sólbruna, þvagbruna, bólur, sprungna húð og brunasár. Bestur árangur næst með því að bera kremið á erfið svæði 2-3 sinnum á dag þangað til húðin grær og eftir það skal bera kremið á eftir þörfum. Bio Ice krem við skordýrabiti og brunablöðrum (50 ml túpa): þykir mjög fljótvirkt og græðandi á t.d. skordýrabit og brunablöðrur. Kremið slær fljótt á kláða og önnur óþægindi í húð. Hægt er að panta kremið hjá Parlogis en einnig mun það, meðal annars, fást í eftirtöldum verslunum og apótekum: Laugarnesapótek, Garðsapótek, Rimaapótek, Reykjvíkurapótek, Lyfjaval Mjódd, Lyfjaval Álftamýri, Lyfjaval Bílaapótek í Kópavog, Árbæjarapótek og Fjarðarkaup.
Lesa meira

Barnalínan

Vegna fyrirspurna um hvar nýja barnalínan okkar sé seld þá viljum við benda fólki á verslanir Lyfju um allt land, Laugarnesapótek, Reykjavíkurapótek, Lyfjaver sem og fleiri apótek á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Barnalínan samanstendur af:  Bossakremi sem er 18% zinkkrem ætlað á bleyjusvæðið Barnakremi sem er 3% karbamíðkrem, sérstaklega mjúkt og hannað með barnshúðina í huga Barnapúður sem er hreint talcum-púður án allra ilm-og litarefna. Barnaolía, hrein og góð olía án rotvarnarefna sem samanstendur af úrvals olíum.
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár

Pharmarctica óskar viðskiptavinum sínum og samstarfsaðilum, gleðilegs nýs árs með þökkum fyrir viðskiptin og samskiptin á liðnu ári.  
Lesa meira

Opnunartími yfir hátíðarnar

Nú líður að jólum og hefur verið ákveðið að fyrirtækið verði lokað frá og með 23. desember 2009 til og með 3. janúar 2010. Við verðum því mætt hérna aftur, eldhress eftir gott jólafrí, þann 4 janúar. Ef nauðsynlegt reynist að ná í starfsmenn á þessu tímabili bendum við á símanúmer í starfsmannaskrá.
Lesa meira

Samkaup

Nú fást 12 af okkar vörum í öllum verslunum Samkaupa (Nettó, Kaskó, Strax og Úrval). Þær vörur sem hægt er að kaupa í þessum verslunum eru: Akvól í 100 ml túpu, Cetricide sárakrem í 100 ml krukku, Handspritt með dælu í 300 ml flösku, Vaselín í 100 ml krukku, Hydrofíl rakakrem í 100 ml túpu, Hælakrem í 100 ml krukku, Júgursmyrsl í 100 ml krukku, Karbamíðkrem 10% í 200 ml túpu, Kókosfíl alhliða rakakrem í 100 ml túpu, Kuldakrem í 50 ml krukku, Mentólvaraáburður í 15 ml krukku og Stjörnuhandáburður í 100 ml túpu.
Lesa meira

Barnalína

Þá er komið að því að Barnalínan okkar er komin á markaðinn en jafnframt er um að ræða sjöttu línuna okkar. Barnalínan fékk gulan lit sér til aðgreiningar.  Línan sem samanstendur í dag af fjórum vörutegundum  en sú fimmta mun bætast í hópinn von bráðar. Hér má sjá aðeins um hverja vöru: Barnakrem: er feitt krem fyrir þurra og viðkvæma barnshúð sem má bera á allan líkamann. Inniheldur 3% karbamíð. Fæst í 100 ml túpum. Vnr 12000082. Barnaolía: er mýkjandi og húðnærandi olía með mildum rósailm. Olían er góð til að bera á eftir sund og bað en einnig er hægt að nota hana sem nuddolíu. Fæst í 300 ml flöskum. Vnr 12000104. Barnapúður: er hreint talcum-púður sem að þurrkar upp rök húðsvæði t.d. á bleyjusvæðinu, í húðfellingum eða á milli táa. Fæst í 100 ml flöskum. Vnr 12000103. Bossakrem: er mjúkt 18% zink-krem sem varnar þvagbruna. Kremið á að bera á í þunnu lagi á hreina og þurra húð við bleyjuskipti eða þangað til húðin verður heil á ný. Fæst í 50 ml túpum. Vnr. 12000119.
Lesa meira