18.10.2011
Þórunn
Ákveðið hefur verið að hætta framleiðslu á Kuldakremi í 100 ml krukkum. Frá okkur fæst áfram Kuldakrem í 50 ml
krukkum.
Kuldakrem er hannað með útivist í huga. Kremið er ætlað fyrir börn og fullorðna sem eru í
útiveru hvort heldur sem er í leik eða starfi. Kuldakrem verndar húðina fyrir frostbiti, vindþurrk og vetrarsól. Kremið er borið á andlit
áður en farið er út.
Af kreminu er mildur lavender og rósmarín ilmur sem að fæst úr lavenderolíu og rósmarínolíu sem virka
bæði húðverndandi og verjandi ásamt því að gefa góða lykt.
Kuldakrem er einnig mikið notað sem hreinsikrem til að fjarlægja farða og sem öflugt rakakrem fyrir þurra húð. Kremið virkar einnig vel á
þurrkubletti og harða húð á iljum og olnbogum.
Lesa meira
14.09.2011
Þórunn
Nú er komið á markað frá okkur nýtt Sleipigel. Gelið fæst í öllum helstu apótekum
landsins.
Lesa meira
08.08.2011
Þórunn
Ákveðið hefur verið að hætta framleiðslu á Æskublóma í 100 ml flöskum. Frá okkur fæst
áfram Æskublómi í 300ml notendavænum flöskum með skrúfuðum spraututappa.
Æskublómi er olíublanda sem er sérlega húðverndandi og næringarrík fyrir
húðina. Olían er mikið notuð sem nuddolía og til að bera á börn og fullorðna. Í Æskublóma er rósaolía,
hún inniheldur efni sem að veita húðinni jafnvægi og og styrkja hana. Þannig er hún talin hafa áhrif á viðkvæma húð og
húð sem hefur tilheigingu til að mynda æðaslit.
Lesa meira
29.06.2011
Þórunn
Ákveðið hefur verið að hætta framleiðslu á Bómolíu í 300 ml flöskum. Frá okkur fæst
áfram Bómolía í 100 ml notendavænum flöskum með skrúfuðum spraututappa.
Bómolía er hrein olía sem nota má á allan líkamann og í andlit. Olían er
notuð á margvíslegan máta t.d.; sem nuddolía, til að bera á börn, til að setja útí baðvatn, til að mýkja upp
skán í hársverði, til inntöku og til að mýkja upp eyrnamerg.
Lesa meira
21.06.2011
Þórunn
Nú er Hælakrem frá okkur komið í
nýjar og betri umbúðir!
Hælakrem var áður í 100 ml krukkum en núna er kremið komið í betri og notendavænni umbúðir, 100 ml
túpur.
Hælakrem er mjög feitt og stíft krem sem er ætlað á þurra mjög þurra og grófa húð. Kremið mýkir upp harða og
grófa húð t.d. á hælum, iljum og olnbogum. Best er að bera kremið á sig fyrir svefn og leyfa því að virka yfir nóttina.
Lesa meira
20.06.2011
Þórunn
Ákveðið hefur verið að hætta framleiðslu á Hreinsuðu bensíni í 300 ml flöskum. Frá okkur fæst áfram Hreinsað
bensín í 100 ml notendavænum flöskum með skrúfuðum spraututappa.
Hreinsað bensín er leysiefni sem er ætlað til tæknilegra nota. Hreinsað bensín hentar til að losa
límleifar af vissum efnum, sem blettahreinsir, sem pennslahreinsir og sem forhreinsari á skóm og leðri. Hægt er að fjarlæga margar gerðir af
fitublettum, harpix, varalit, límmiða og tyggjó af yfirborði efna sem þola hreinsað bensín
Lesa meira
20.06.2011
Þórunn
Nú er Vaselín frá okkur komið í nýjar og betri umbúðir!
Vaselín var áður í 100 ml krukkum en núna er kremið komið í betri og notendavænni umbúðir, 100 ml
túpur.Einnig fæst frá okkur Vaselín í 15 ml krukkum, tilvalið í töskuna eða vasann.
Vaselín er hreint hvítt vaselín sem er hefur margþætt notkunargildi. Vaselín má nota sem hreinsikrem, sem rakakrem á þurra
húð og þurrkubletti, til að verja húð í kringum hár sem verið er að lita, sem húðvörn í frosti, sem varasalvi og margt
fleira. Vaselín má nota á allan líkamann og í andlit.
Lesa meira
01.06.2011
Þórunn
Nú er Akvósum frá okkur komið í nýjar og betri umbúðir!
Akvósum var áður í 100 ml krukkum en núna er kremið komið í betri og notendavænni umbúðir, 100 ml
túpur.Akvósum er feitt rakakrem án allra ilm- og litarefna og með lágmarks rotvörn. Kremið hentar vel á þurrkubletti, til
að hreinsa burt augnfarða og sem alhliða rakakrem á líkama og í andlit. Kremið þykir mjög gott til að bera á börn.
Lesa meira
04.05.2011
Þórunn
Nú er komin í sölu hjá okkur ný vara í Bleiku línunni, Kornakrem fyrir líkamann.
Kornakremið er bodyskrúbbur með jojobaperlum sem að fjarlægja dauðar húðfrumur á mildan en áhrifaríkan máta. Jojobaperlurnar
rispa ekki né skaða húðina líkt og margir hnetuskrúbbar geta gert, þess vegna hentar Kornakremið fyrir flestar ef ekki allar
húðgerðir.
Lesa meira
18.02.2011
Þórunn
Kalii permanganat 3% 100 ml hefur vörunúmerið 12000165
Lesa meira