03.11.2009
Þórunn
Nú fæst Kalii permanganat 3% einnig í 100 ml flöskum. Varan fæst eins og aðrar vörur frá okkur, hjá Parlogis. Vörunúmerið er
12000700.
Við minnum svo á að varan mun áfram fást í 500 ml flöskum.
Lesa meira
11.08.2009
Þórunn
Komin er á markað ný forskrift af Golytely sem inniheldur meiri styrk innihaldsefna til að auka
virkni lyfsins. Eldri forskrift var kölluð inn til þess að koma í veg fyrir að tvær forskriftir með mismunandi styrkleika væru í umferð
í einu.
Jafnframt hefur verið
ákveðið að bjóða ekki lengur upp á vöruna í 1 lítra umbúðum til að koma í veg fyrir mistök við blöndun.
Núna fæst Golytely einungis í 3,8 lítra brúsum og í hvern brúsa þarf að bæta 2 lítrum af vatni.
Fyrst um sinn verða allar
umbúðir með nýju forskriftinni merktar með hvítum límmiða sem á stendur:
Athugið. Ný forskrift. Blandist með 2 lítrum af vatni.
Hægt er að hafa samband við
Pharmarctica í síma 461-3550 til að koma með fyrirspurnir eða ábendingar. Pharmarctica biður viðskiptavini sína afsökunar á þeim
óþægindum sem þetta kann að valda.
Lesa meira
15.06.2009
Þórunn
Græðarinn (Kláðastillandi áburður) er nú kominn með nýtt útlit. Þessi vinsæli áburður sem hingað til hefur
verið í 100 ml túpum mun nú framvegis aðeins fást í 100 ml flöskum með sprautuplöggi.
Græðarinn er einstaklega róandi áburður sem hentar vel á kláða í húð. Áburðurinn hefur verið notaður á
smásár, bleyjuútbrot og önnur útbrot á húð sem að valda kláða.
Lesa meira
15.06.2009
Þórunn
Framleiðslu á Golytely í 1L flöskum hefur nú verið hætt og því mun Golytely eingöngu fást í 3,8L brúsum.
Viðskiptavinum okkar er því bent á að panta inn Golytely í 3,8L brúsum á vörunúmerinu 12000145 hjá Parlogis.
Lesa meira
10.06.2009
Þórunn
Vegna fjölmargra fyrirspurna um það hvar vörurnar okkar fást, viljum við benda fólki á að flestar okkar vörur eiga að fást í
verslunum Lyfju og Lyfjavers, Reykjavíkurapótek, Árbæjarapótek, Garðsapótek sem og fleiri apótekum um allt land. Ef vörurnar eru
ekki til eiga verslanirnar/apótekin að geta pantað þær.
Einnig er hægt að panta vörurnar okkar hjá Parlogis í síma 590-0200, en sú leið er mjög góð ef um mikið magn er að
ræða.
Lesa meira
03.06.2009
Þórunn
Nú fæst frá okkur litað klórhexidínspritt. Lausnin er í 500 ml flöskum með flip-top tappa. Vörunúmer 12000180
Lesa meira
04.05.2009
Þórunn
Nú fæst frá okkur Klórhexidínspritt í 500 ml flöskum með flip-top spraututappa. Vörunúmerið er 12000030.
Lesa meira
11.03.2009
Þórunn
Nú er hægt að panta frá Parlogis, Hydrófíl rakakrem í 500 ml flösku með dælu. Vörunúmerið er 12000179.
Þessi vara hentar sérstaklega vel fyrir alla þá sem að eru að nota Hydrófíl rakakremið daglega eða mjög reglulega. Dælan er
með breiðum stút sem auðveldar manni að fá rétt magn úr flöskunni.
Lesa meira
04.03.2009
Þórunn
Við viljum þakka viðskiptavinum okkar fyrir frábærar viðtökur á nýju vörunum okkar, Karbamíðkrem 5% og Karbamíðkrem
10%
Kremin fást nú í flestum apótekum svo nú er um að gera að grípa sér eitt eintak :)
Lesa meira
25.02.2009
Þórunn
Nú er hægt að panta hjá Parlogis, Vaselín í 15 ml krukkum.
Varan fæst í verslunum Lyfju og Lyfjavers.
Krukkurnar eru einstaklega hentugar til að hafa í vasa eða tösku.
Lesa meira